Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. júní 2025

Námskeið fyrir matsmenn – 12. og 13. nóvember 2025

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm.

Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður haldið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari mun upplýsa nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana og svara spurningum.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi á sínu sérsviði, s.s. iðnaðarmönnum, tækni- og verkfræðingum, heilbrigðisstarfsfólki, lögfræðingum, sálfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum.

Með námskeiðinu fylgja ítarlegar leiðbeiningar fyrir dómkvadda matsmenn sem jafnframt hafa að geyma áhugaverða dóma sem snúa að störfum matsmanna. Einnig er hægt er að sækja námskeiðið í fjarfundi.

  • Kennari Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum.

  • Staður Staðsetning auglýst síðar

  • Tími Alls 6 klst. Miðvikudagur 12. nóv. kl. 13.00-16.00 og fimmtudagur 13. nóv. kl. 13.00-16.00 en námskeiði lýkur með heimsókn í Héraðsdóm Reykjavíkur.

  • Verð Kr. 58.000,-