28. september 2023
28. september 2023
Námskeið fyrir foreldra barna með kvíða
Á heilsugæslunni í Neskaupstað verður boðið upp á námskeið fyrir foreldra barna með kvíða. Námskeiðið hefur það að markmiði að kenna foreldrum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og efla foreldra í að nota aðferðirnar með barninu sínu til að vinna á kvíða, efla hugrekki og sjálfstraust. Algeng kvíðaeinkenni sem börn sýna eru ótti við að sofa ein, labba ein úti, ótti við hunda eða ótti við að eitthvað komi fyrir foreldra sína. Slík óttaeinkenni geta aukist við náttúruhamfarir eins og snjóflóð og rýmingar.
Námskeiðið samanstendur af 5 tímum á 6 vikna tímabili (fyrst 4 tímar, síðan viku hlé og svo 5. tíminn) auk eftirfylgdarviðtals.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 02.11.23 kl. 13:00 - 15:00 í sal á 3. hæð Sjúkrahússins í Neskaupstað og lýkur 07.12. 23
Eftirfylgdarviðtöl verða í janúar 2024.
Í öllum námskeiðstímunum er unnið með bókinni „Hjálp fyrir kvíðin börn“ og eru sett fyrir heimaverkefni fyrir foreldrana, sem fela m.a. í sér talsverðan lestur og því er mikilvægt að foreldrar skuldbindi sig til að sinna þessari meðferð á meðferðartímanum og kaupa sér fyrirfram bókina sem fæst í flestum netverslunum.
https://www.forlagid.is/vara/hjalp-fyrir-kvidin-born/
https://skrudda.is/?product=hjalp-fyrir-kvidin-born
https://www.storytel.com/is/books/hj%C3%A1lp-fyrir-kv%C3%AD%C3%B0in-b%C3%B6rn-1719462
Námskeiðið er eingöngu ætlað foreldrum en börnin eru velkomin með í eftirfylgdartímann í lokin. Æskilegt er að báðir foreldrar mæti í námskeiðstímana þegar hægt er að koma því við.
Námskeiðsgjald er 2500 kr og reikningur er sendur í heimabankann að námskeiði loknu.
Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Sigurlín H. Kjartansdóttir yfirsálfræðingur og Erla Jónsdóttir þroskaþjálfi og verkefnastjóri geð-og þroskateymis barna á HSA.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst erla.jonsdottir@hsa.is , hægt er að skrá sig til 20. október. Við skráningu eru sendir út spurningalistar sem meta kvíða barnsins og þarf að svara þeim og senda til baka.
Foreldrar fá boð um að mæta á undirbúningsfund fyrir námskeiðið sem fer fram í gegnum Teams 23. október kl 13:00.