Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. apríl 2025

Nagladekk

Þá er veturinn formlega að baki og sumarið hefur tekið við!

Af því tilefni vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja ökumenn, sem það á við, að skipta út nagladekkjunum.

Í ljósi tíðarfarsins undanfarið og veðurspár næstu daga er óþarfi að vera á nagladekkjunum núna, en frá og með mánudeginum 5. maí geta ökumenn bifreiða búnum nagladekkjum, átt von á sekt.

Meðfylgjandi mynd var tekin um miðjan dag á einu dekkjarverkstæða borgarinnar í fyrradag, en þar var lítill sem enginn biðtími þegar rennt var í röðina til að skipta út nagladekkjunum.