Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. janúar 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Nafn mannsins sem lést í rörasprengjuslysi í Hveragerði

Maðurinn sem slasaðist í rörasprengjuslysi að kvöldi þriðjudagsins 19. janúar s.l. í Hveragerði lést á gjörgæslu Landspítala Háskólasjúkrahúss í nótt. Hann hét Örn Norðdahl Magnússon og var fæddur 3. október 1986, búsettur í foreldrahúsum að Borgarhrauni 33 í Hveragerði. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Rannsókn tildraga slyssins er í höndum lögreglunnar á Selfossi.