5. apríl 2019
5. apríl 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Mótmæli – fimm handteknir
Fimm mótmælendur voru handteknir í húsakynnum dómsmálaráðuneytisins um fjögurleytið í dag, en þeir neituðu að hlýða ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa húsnæðið. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, en fimmmenningarnir voru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku.