8. desember 2008
8. desember 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Mótmælendur lausir úr haldi
Allir mótmælendurnir sem voru handteknir í Alþingishúsinu í dag er nú lausir úr haldi lögreglu. Sjö voru færðir til skýrslutöku en fólkið, sex karlar og ein kona, er flest á þrítugsaldri. Ekki fóru allir mótmælendurnir út úr Alþingishúsinu með góðu en einn þeirra hafði sig sýnu mest í frammi og beit tvo lögreglumenn og sparkaði í þann þriðja.