Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. júní 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mörður haldlagður

Lögreglan fann loðdýr af marðarætt við húsleit í íbúð á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Dýrið var tekið í vörslu lögreglu og það síðan flutt á dýraspítala þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Merðinum var smyglað hingað til lands með Norrænu fyrir fáeinum dögum en eigandinn hugðist halda honum sem gæludýri.