Fara beint í efnið

27. maí 2024

Misvísandi fréttaflutningur um álagningu á árinu 2023

Vegna misvísandi fréttaflutnings um álagningu fyrir árið 2023 hjá hópi viðskiptavina TR viljum við árétta að TR veitti ekki rangar upplýsingar til Skattsins vegna staðgreiðslu viðskiptavina TR.

TR logo

Útreikningar vegna álagningar fyrir hvert ár eru á ábyrgð Skattsins og því eru rangir útreikningar á álagningarseðli ekki í höndum TR.

Benda má á að Skatturinn mun hafa upplýst að leiðréttingar verði gerðar fyrir 31. maí nk.