24. maí 2012
24. maí 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Misskilningur
Sem betur fer eru útköll lögreglu stundum byggð á misskilningi. Þannig var því t.d. farið í gær þegar tilkynning barst um byssumann á ferli á höfuðborgarsvæðinu. Brugðist var skjótt við enda málið litið mjög alvarlegum augum. Fljótt kom hins vegar á daginn að ekki var hætta á ferðum enda var um leikfangabyssu að ræða. Ástæðan fyrir vopnaburðinum mun hafa verið sú að byssuna ætlaði maðurinn að nota í atriði í stuttmynd.