30. desember 2021
30. desember 2021
Mínar síður: Fjármál
Mínar síður eru miðlæg þjónustugátt fyrir almenning. Á vefnum geta notendur nálgast allar upplýsingar frá ríkinu á einum stað. Mínar síður eru aðgengilegar almenning í gegnum vefinn Island.is undir rafrænni auðkenningu. Verkefnið, fjármál á mínum síðum var unnið fyrir Fjársýslu ríkisins. Kjarninn í verkefninu er að setja gögn Fjársýslunnar fram með skýrum og notandavænum hætti.
Ein helsta áskorun þessa verkefnis er að hanna lausn sem er notendavæn til lengri tíma og tekur til greina þarfir mismunandi notanda og skalast vel á öllum skjástærðum. Einnig ber að nefna þá áskorun að þetta verkefni snýst um samþættingu gagna og tengingar við vefþjónustur stofnanna.
Ávinningur verkefnins er miðlæg gátt fyrir almenning þar sem hægt er að nálgast öll gögn frá Fjársýslu ríkisins skýrum og notendavænum hætti.
Helstu aðgerðir notenda:
Yfirlit og hreyfingalistar
Greiðsluseðlar
Staða við ríkissjóð og stofnanir
Í framhaldinu verður unnið að því að gera fjármál fyrirtækja aðgengileg á mínum síðum.
Þjónustueigandi / samstarfsaðilar:
Fjársýsla ríkisins
Stafrænt Ísland
Advania
Þróunarteymi:
Þróunarteymi Hugmiðjunnar smíðaði lausnina í samstarfi við Fjársýsluna og Stafrænt Ísland.