16. mars 2022
16. mars 2022
Mikilvægt að sleppa lífvænlegum hlýra
Leyfilegur heildarafli í hlýra á fiskveiðiárinu 2021/2022 er 377 tonn og hefur nú þegar verið landað rúmlega 500 tonnum.
Leyfilegur heildarafli í hlýra á fiskveiðiárinu 2021/2022 er 377 tonn og hefur nú þegar verið landað rúmlega 500 tonnum. Fiskistofa vill því koma á framfæri mikilvægi þess að lífvænlegum hlýra verði sleppt eins og heimilt er skv. 3. gr. reglugerðar nr. 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða. Enn fremur er bent á að sé þessi heimild nýtt skuli skrá í rafræna afladagbók eða snalltækjaforrit tegund og áætlað magn í kílóum sem sleppt var sbr. 2. mgr 2. gr. sömu reglugerðar.
Hlýri er tegund sem á undir högg að sækja, stofninn er lítill og var hlýrinn af þeim sökum settur í aflamark, til að koma í veg fyrir ofveiði á honum. Því er afar mikilvægt að útgerðir nýti heimild til sleppingar lífvænlegs hlýra og skrái sleppingar í afladagbók.