31. maí 2023
31. maí 2023
Mikilvæg tilkynning vegna skiptimarkaðar
Frestur til að bjóða á skiptimarkaði hefur verið framlengdur til klukkan 14:00 1. júní 2023 og óheimilt er að millifæra makríl sem hefur verið keyptur.
Upp hefur komið tæknilegt vandamál í Ugga sem gerir það að verkum að margir bjóðendur hafa ekki möguleika á því að velja skipin sín. Vonir standa til að skráning í skipaskrá verði löguð fljótt en til að gæta jafnræðis hefur verið ákveðið færa lokafrest til að skila inn tilboðum til klukkan 14:00 á morgun 1. júní.
Einnig hafa borist nokkrar fyrirspurnir um að nota krókaaflamarksbáta til að bjóða í makríl. Það er enn heimilt að nota krókaaflamarksbáta til að bjóða í makríl en að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því að óheimilt er að framselja aflaheimildir í makríl sem keyptar eru á skiptimarkaði samkvæmt 6. málsgrein, 4. greinar reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2022/2023.