Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. mars 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mikið um stöðubrot

Töluvert er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af rúmlega áttatíu ökutækjum vegna þessa. Einkum var um að ræða bifreiðar í miðborginni og vesturbænum en einnig í öðrum hverfum borgarinnar. Með stöðubroti er átt við ökutæki sem er lagt ólöglega, m.a á gangstéttum. Umráðamönnum þessara ökutækja er gert að greiða 2500 kr. en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð.