Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. apríl 2025

Meta ætlar að nota persónuupplýsingar af Facebook- og Instagram til að þjálfa gervigreind – þú getur sagt nei

Vegna fjölda áskorana hefur Persónuvernd birt nánari leiðbeiningar um andmæli vegna vinnslu persónuupplýsinga Meta til þjálfunar gervigreindar.

Þetta á við um allt efni sem þú hefur gert opinbert – bæði nýtt og gamalt.
Ef þú vilt ekki að gögnin þín séu notuð, þarftu að andmæla því fyrir lok maí 2025.

Þú getur gert það með því að fylla út einfalt form á netinu.
Ef þú gerir ekkert, telur Meta að þú hafir samþykkt notkunina.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar skref fyrir skref hvernig þú andmælir notkuninni.

Facebook

Instagram

Hlekkir á netformin til að andmæla:

Frétt Persónuverndar, frá 22. apríl 2025, um þjálfun gervirgeindar Meta með persónulegum gögnum notenda Facebook og Instagram í Evrópu.