Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. ágúst 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Meintur fíkniefnasali handtekinn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi grunaðan fíkniefnasala og haldlagði meint fíkniefni og landa á heimili hans, að fenginni leitarheimild. Við öryggisleit á manninum fannst umtalsverð fjárhæð í reiðufé.

Þegar umræddur einstaklingur var færður á lögreglustöð kom í ljós við sýnatökur að hann hafði neytt metamfetamíns, MDMA og kannabisefna. Hann var yfirheyrður með aðstoð túlks og látinn laus að því loknu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.