24. október 2016
24. október 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Meðlimum vélhjólagengis frávísað
Fjórum meðlimum vélhjólagengisins Bad Breed MC í Svíþjóð var frávísað við komuna til landsins síðastliðinn föstudag. Lögreglan á Suðurnesjum færði fjórmenningana á lögreglustöð meðan skoðun á landamærum fór fram. Að því loknu var þeim birtur úrskurður Útlendingastofnunar um frávísun. Þeim var fylgt um borð í flug til Stokkhólms.