Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. október 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Með snák innanklæða

Lögreglumenn geta átt von á ýmsu í starfi sínu eins og glögglega kom í ljós í Hafnarfirði í síðustu viku. Afskipti voru þá höfð af þremur piltum um tvítugt en til þeirra náðist steinsnar frá svæðisstöðinni. Í fórum eins þeirra fundust ætluð fíkniefni en hjá öðrum fannst snákur innanklæða. Piltunum var sleppt eftir yfirheyrslur en snákurinn, sem var rúmlega einn metri að lengd, fékk næturgistingu en þó ekki í fangaklefa. Daginn eftir var farið með dýrið að Keldum og þar voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Ekki er fyllilega ljóst af hvaða tegund snákurinn var né heldur hvað hann var gamall.