31. október 2007
31. október 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Margir ökumenn staðnir að hraðakstri í október
Eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með hraðakstri verður sífellt öflugra. Til marks um það má nefna að 1.327 ökumenn voru staðnir að hraðakstri í umdæminu í október. Hér er einvörðungu um að ræða brot sem voru mynduð með svokölluðum umferðarmyndavélum en þær eru staðsettar víða á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur nýr vöktunarstaður bæst við en það eru gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar en þar hefur borið á hraðakstri.