13. febrúar 2015
13. febrúar 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Margir brotlegir í umferðinni
Margir ökumenn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum voru staðnir að brotum á umferðarlögum í vikunni. Einn reyndist aka undir áhrifum fíkniefna og annar ók réttindalaus. Þá óku tíu án bílbeltis, tveir óku gegn rauðu ljósi og fjórir virtu ekki stöðvunarskyldu.
Lögregla fylgist grannt með að umferðarlögum sé fylgt, svo sem verið hefur.