Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. júní 2025

Mannslátin – gæsluvarðhald til 20. júní

Frönsk kona á sextugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní.

Úrskurður er á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti tveggja, franskra ferðamanna á hóteli í miðborginni.

Konan sem er í haldi var á ferðalagi með þeim sem létust þegar málið kom upp.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.