Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. ágúst 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mannslát til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í mánuðinum. Grunur er um að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Rannsókn málsins miðar vel, en þann 25. ágúst var kona á sextugsaldri úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.