Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. nóvember 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mannslát í rannsókn

Klukkan 08:22 í morgun barst lögreglu tilkynning frá manni sem kvaðst hafa komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Lögregla og sjúkralið fóru á vettvang og var staðfest að maðurinn, sem er af erlendum uppruna væri látinn. Hann var fæddur árið 1970, búsettur í Reykjavík.

Þrír samlandar hins látna sem voru á vettvangi voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi og njóta réttarstöðu grunaðra vegna málsins.

Tæknideild Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og réttarmeinafræðingur rannsaka vettvang.

Fólkið í haldi lögreglu er á aldinum frá 18 ára til 32 ára.