Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. desember 2025

Mannslát í Kópavogi

Á ellefta tímanum í gærmorgun barst lögreglu tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi í Kópavogi. Hún hélt rakleiðis á vettvang, en maðurinn, sem var um fertugt, reyndist látinn er að var komið.

Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Skýrslutökur stóðu yfir í gær og er framhaldið í dag, en enginn er í haldi vegna málsins.