Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. febrúar 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mannslát – gæsluvarðhald til 7. febrúar

Kona um fimmtugt var í gærkvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti sex ára barns í Kópavogi í gærmorgun.

Rannsókninni miðar vel, en um afar viðkvæmt mál er að ræða og mun lögreglan ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu.