17. júní 2023
17. júní 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
Mannslát – einn í gæsluvarðhaldi
Karlmaður um fertugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 22. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á fimmtugsaldri í Hafnarfirði síðastliðna nótt. Annar maður, sem var einnig handtekinn vegna málsins, er laus úr haldi lögreglu.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.