10. ágúst 2022
10. ágúst 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Mannslát
Maðurinn sem leitað var að í gærkvöldi fannst látinn. Maðurinn hafði verið ásamt öðrum við sjósund út frá Langasandi á Akranesi en skilaði sér ekki og því var hafin leit. Um 50 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt lögreglu og þyrlu Landhelgisgæslunnar.