Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. september 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mannslát

Kona um fertugt var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni um helgina, en konan var handtekin á vettvangi.

Tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagskvöld og hélt hún þegar á staðinn og hóf þar endurlífgunartilraunir á manninum. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður þar látinn.

Ekki er hægt veita frekar upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.