Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. nóvember 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Manndráp í Hafnarfirði – rannsókn lokið

Rannsóknargögn vegna manndrápsins í Háabergi 23 í Hafnarfirði þann 15. ágúst sl., þar sem Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani, hafa verið send ríkissaksóknara. Rannsókn telst að fullu lokið af hálfu lögreglu til undirbúnings fyrir ákæru og málsmeðferð fyrir dómi. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað sök í málinu en viðkomandi hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst.