Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. ágúst 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Manndráp í Hafnarfirði – gæsluvarðhald til 24. september

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst sl. Lögð var fram krafa um fjögurra vikna gæsluvarðhald og á hana var fallist í Héraðsdómi Reykjaness. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar.