Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. mars 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Manndráp – farbann til 2. júní

Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði. Báðir höfðu áður sætt gæsluvarðhaldi, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.