28. júní 2021
28. júní 2021
Mannanafnaskrá, nýr grunnur fyrir íslensk mannanöfn
Verkefnið snérist um að færa núverandi mannanafnagrunn af gömlu vefsvæði yfir á Ísland.is þannig að hægt væri að loka gamla svæðinu og færa virknina yfir í nýjustu tækni.
Aðeins um verkefnið
Það var búinn til nýr gagnagrunnur sem er hýstur hjá Stafrænu Íslandi og öll nöfn færð yfir í þann grunn. Svo var búin til vefþjónusta ofan á grunninn sem og umsjónarkerfi fyrir starfsmenn Þjóðskrár svo hægt sé að breyta, eyða eða skrá ný nöfn áfram í grunninn. Því næst var búinn til nýr framendi á grunninn inn á Ísland.is/leit-i-mannanafnaskra þar sem einstaklingar geta leitað að nafni/nöfnum, séð hvort þeim hafi verið hafnað eða þau samþykkt og fleira.
Áskorunin var aðallega fólgin í að gera viðmótið eins notendavænt og hægt er þannig að allir geti nýtt sér þessar upplýsingar með auðveldum hætti. Engar tæknilegar áskoranir voru tilstaðar, að minnsta kosti engar sem ekki var hægt að leysa jafnóðum.
Þetta er hinn formlegi mannanafnagrunnur og því var mikilvægt að koma honum á þann stað þar sem auðvelt er að reka hann, viðhalda og þróa áfram. Það tókst með þessu verkefni þar sem þetta er núna komið inn sem hluti af tæknistakk Stafræns Íslands. Einnig var framsetningin á gögnunum gerð notendavænni og einfaldari.
Hægt er að skoða afrakstur verkefnisins hér
Þróunarteymin Parallel ráðgjöf og Kosmos & Kaos unnu að verkefninu í samstarfi við Stafrænt Ísland, Þjóðskrá Íslands og Hugsmiðjuna.