Fara beint í efnið

10. desember 2021

Málefni haf- og strandsvæðisskipulags færast frá umhverfis- til innviðaráðherra

Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarráðsins sem birtur var 28. nóvember sl. færast lög um skipulag haf- og strandsvæða og þar með málefni sem varða haf- og strandsvæðisskipulag undir nýtt embætti innviðaráðherra, en heyrðu áður undir umhverfis- og auðlindaráðherra.

prufa-nordfjordur

Þetta felur í sér að, meðal annars, ábyrgð á skipun svæðisráða um gerð strandsvæðisskipulags, skipun samráðshópa við gerð strandsvæðisskipulags og staðfesting strandsvæðisskipulags verður framvegis á hendi innviðaráðherra.

Nánar er fjallað um tilfærsluna á vef Skipulagsstofnunar.