Fara beint í efnið

8. ágúst 2022

Makrílsala

Fiskistofa hefur lokið afgreiðslu umsókna sem bárust í síðustu viku um úthlutun viðbótarheimilda í makríl í samræmi við reglugerð nr. 725/2020, um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótarheimildum í makríl.

Fiskistofa logo

Fiskistofa hefur lokið afgreiðslu umsókna sem bárust í síðustu viku um úthlutun viðbótarheimilda í makríl í samræmi við reglugerð nr. 725/2020, um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótarheimildum í makríl. Að þessu sinni fengu 12 skip úthlutun. Samþykktar umsóknir voru eftirfarandi:

Skip númer:

Nafn

Magn kg

Verð kr

6284

Sæberg KE-12

25.000

131.750

1621

Guðrún GK-96

20.000

105.400

2763

Brynja SH-236

50.000

263.500

2810

Sunna Rós SH-123

50.000

263.500

2595

Tjúlla GK-29

50.000

263.500

1971

Stakasteinn GK-132

25.000

131.750

2256

Guðrún Petrína HU-107

50.000

263.500

2586

Júlli Páls SH-712

50.000

263.500

2106

Sigrún SH-297

10.000

52.700

1511

Ragnar Alfreðs GK-183

50.000

263.500

1666

Svala Dís KE-29

50.000

263.500

7412

Halla Sæm SF-23

20.000

105.400

Til að fá úthlutun verður útgerð skipsins að greiða fyrir úthlutunina eigi síðar en fyrir klukkan 21:00 á öðrum virkum degi þessarar viku. Ef ekki hefur verið greitt fyrir þann tíma fellur réttur til úthlutunar niður.

Að þessari úthlutun lokinni þá eru 3.550 tonn eftir í makrílpottinum til umsóknar fyrir skip í B flokk. Aðeins skip í B flokki sem hafa fengið 30 tonn eða minna, eða hafa veitt 75% eða meira af úthlutun sinni geta fengið viðbótarúthlutun. Ef skip hefur áður fengið viðbótarúthlutun þá þarf það að hafa veitt 50% af þeirri úthlutun til að eiga rétt á nýrri. Hámarksúthlutun skips hverju sinni er 50 tonn og gjald fyrir úthlutun er 5,27 krónur á hvert kíló.

Á fyrsta virka degi hverrar viku afgreiðir Fiskistofa þær umsóknir sem bárust vikuna á undan. Fyrir klukkan 21 annars virka dags þurfa þær útgerðir sem hafa fengið vilyrði um úthlutun að greiða fyrir úthlutunina með greiðsluseðli sem birtist í heimabanka þeirra. Að öðrum kosti fellur réttur þeirra til úthlutunar niður.