7. ágúst 2014
7. ágúst 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Mældist á 220 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Ökumaður bifhjóls mældist á 220 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. á Jökuldal fyrr í dag. Hann féll síðan af hjólinu á allmikilli ferð og var sjúkraflutningabíll kallaður á vettvang sem flutti hann á HSA á Egilsstöðum. Vélhjólamaðurinn reynist lítið sem ekkert slasaður og fékk að lokinni skoðun á heilsugæslunni fylgd á lögreglustöðina hvar hann var sviptur ökurétti til bráðbirgða.