Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. febrúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Maðurinn sem réðist á dreng í Hveragerði gaf sig fram við lögreglu

Eins og fram kom í fréttum lögreglu í dag var ráðist á dreng í Hveragerði í gær. Maðurinn sem í hlut átti gaf sig sjálfur fram fljótlega eftir að lýst var eftir upplýsingum um málið í fjölmiðlum. Hann mætti til skýrslutöku hjá lögreglu á Selfossi og skýrði mál sitt. Maðurinn, sem býr á höfuðborgarsvæðinu, hafði gert sér ferð í Hveragerði til að skokka þar um götur sér til heilsubótar.