Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. ágúst 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Maður stunginn

Um kvöldmatarleytið fékk lögregla tilkynningu um alvarlega líkamsárás við verslun Krónunnar í Grafarholti. Er lögregla kom á vettvang kom í ljós að ráðist hafði verið á karlmann og hann stunginn. Maðurinn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn vera í lífshættu. Lögregla hefur handtekið þrjá menn á tvítugs og fertugs aldri vegna málsins. Og bíða þeir nú yfirheyrslu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og verður ekki hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.