2. febrúar 2022
2. febrúar 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Maður í ójafnvægi
Fyrir hádegi í dag var tilkynnt um karlmann í ójafnvægi í íbúð í miðborginni, en jafnvel var óttast að hann kynni að fara sér að voða. Talsverður viðbúnaður var vegna málsins, en eftir nokkra bið kom maðurinn sjálfviljugur út úr íbúðinni. Hann var færður á lögreglustöð, en unnið verður að því að veita honum viðeigandi aðstoð.