Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. mars 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Maður handtekinn á Eyrarbakka eftir hótanir.

Lögreglan á Selfossi handtók í dag mann á Eyrarbakka sem hafði nokkru áður hringt í Neyðarlínuna og gaf í skyn að hann væri vopnaður og með mann í gíslingu. Jafnframt hafði hann í hótunum að ráðast gegn lögreglu ef hún freistaði þess að ná til hans. Leitað var aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem kom á Eyrarbakka. Lögregla yfirbugaði manninn og færði í lögreglustöð. Maðurinn var óvopnaður við handtöku og veitti ekki mótþróa. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en læknir mun verða fenginn til að leggja mat á ástand hans. Maðurinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Vegna rannsóknarhagsmuna verður ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið.