28. júní 2013
28. júní 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Maður á reynslulausn úrskurðaður til að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar
Maðurinn sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun grunaðan um innbrot í bíla á Selfossi var í gærkvöldi leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands sem úrskurðaði manninn til að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hafði hlotið með dómum Hæstaréttar. Fangelsismálastofnun hefur tekið við manninum sem hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.