5. júní 2009
5. júní 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lýst eftir tjaldvagni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir nýjum tjaldvagni sem hvarf frá athafnasvæði Mótormax um miðjan síðasta mánuð. Um er að ræða Camp-let Royal tjaldvagn eins og sést á meðfylgjandi myndum en skráningarnúmer hans er DFL-12. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar tjaldvagninn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða 444-1100.