Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. júlí 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lúkas kominn heim

Hundurinn Lúkas er kominn heim heill á húfi. Hann hefur verið týndur frá því í maí og hinar furðulegustu sögur gengið um afdrif hans síðan þá. Hefur lögreglan á Akureyri m.a. verið með til rannsóknar meint dráp á honum sem reyndist tilhæfulaust með öllu. Lúkas hefur haldið til í svonefndu Fálkafelli ofan Akureyrar undanfarið en ómögulegt hefur reynst að ná honum þar sem hann hefur verið afskaplega mannfælinn. Egnt var fyrir hann með æti og kom hann síðan í felligildru þar sem hann var handsamaður í morgun.