Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. janúar 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

LSD og þýfi haldlagt í Hafnarfirði

Götuhópur fíkniefnadeildarinnar fann 26 skammta af LSD auk ætlaðs þýfis við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þá var einnig gerð leit í bifreið utan við húsið og nutu lögreglumenn aðstoðar fíkniefnaleitarhunds. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn og yfirheyrður vegna málsins og telst það upplýst.