10. desember 2019
10. desember 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lokanir vega – Sæbraut og Eiðsgrandi
Við minnum á fyrirhugaðar lokanir vega til og frá höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur og Reykjanesbraut. Sérstök athygli er enn fremur vakin á því að á Sæbraut, frá Hörpu að Laugarástanga, og Eiðsgranda á Seltjarnarnesi er gert ráð fyrir lokun frá kl. 15 í dag, en búist er við miklum ágangi sjávar á vegi. Sjá nánari upplýsingar á síðum Vegagerðarinnar.