24. febrúar 2017
24. febrúar 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lokað fyrir umferð um Kjalarnes
Hér að neðan eru upplýsingar af heimasíðu Vegagerðarinnar, en tekið skal fram að þegar er búið að loka fyrir umferð um Kjalarnes.
Í dag má búast við að færð spillist mjög víða og ekkert ferðaveður verði á landinu, því má búast við eftirfarandi lokunum á vegum.
09:00 – 18.00 Eyjaföll og Hellisheiði.
11:00 – 18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.
12:00 – 17:00 Reykjanesbraut.
12:00 – 18:00 Hafnarfjall.
09:00 – 18:00 Kjalarnes
15:00 – 21:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekku.
16:00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð.