Fara beint í efnið

17. janúar 2024

Lokað fyrir rafrænar millifærslur vegna bilunar

Við keyrslu í kerfum síðasta sunnudag eru landanir síðasta fiskveiðiárs vantaldar. Þetta gerir það að verkum að skráning aflamarks frá síðasta ári er í einhverjum tilfellum röng.

viti

Á meðan skráning er röng á vef Fiskistofu verða skipstjórar að hafa vara á ef nota á heimildir fluttar frá síðasta ári. Til að koma í veg fyrir að skip lendi í umframafla vegna millifærsla þá hefur verið lokað fyrir rafrænar millifærslur. Eftir sem áður verður hægt að millifæra með því að senda inn millifærslueyðublað á millifaerslur@fiskistofa.is.

Unnið er hörðum höndum að því að leysa vandann og mun Fiskistofa setja inn tilkynningu þegar vandinn hefur verið leystur og opnað hefur verið fyrir rafrænar millifærslur á ný.