Fara beint í efnið

12. júlí 2024

Lok strandveiða

Allar líkur eru á því að strandveiðar verði stöðvaðar í næstu viku.

fiskistofa strandveiði mynd

Fiskistofa vekur athygli á reglugerð um (1) breytingu á reglugerð um strandveiðar sem birt var í stjórnartíðindum þann 9. júlí síðastliðinn. Samkvæmt henni falla öll strandveiðileyfi niður þegar veiðarnar verða stöðvaðar. Skipum verður því heimilt að veiða á grundvelli annarra leyfa eftir þann tímapunkt.

Ef skip var í núllflokki áður en það fékk strandveiðileyfi þarf að sækja um almennt veiðileyfi áður en haldið er til veiða. Hægt er að skoða hvort skip sé með veiðileyfi á vefsíðu Fiskistofu undir skipaleit en athugið að strandveiðileyfið gæti verið inni í nokkra daga þrátt fyrir að búið sé að fella það úr gildi.

Þeir aðilar sem eiga rétt á byggðakvóta vilja fá úthlutað eftir að strandveiðum lýkur er bent á að senda erindi á byggdakvoti@fiskistofa.is og óska eftir úthlutun. Öllum erindum verður svarað og reynt verður að bregðast eins fljótt við og kostur er á, en töluvert álag er á úthlutun byggðakvóta við lok strandveiða.

Athugið að staða mótframlags á gagnasíðu Fiskistofu kann að vera vantalið þar sem skil á vorskýrslum júní mánaðar eru ekki fyrr en 20. júlí næsktomandi. Sjái útgerðaraðili fram á að þurfa fá byggðakvóta úthlutuðum fyrir þann tíma og telji sig uppfylla kröfu um mótframlag en staðan vantalin í gögnum Fiskistofu bendum við þeim á að hafa samband við vinnsluaðila.