2. október 2015
2. október 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglustjórar segja brýnt að ljúka samningum
Ályktun stjórnar Lögreglustjórafélags Íslands um kjaramál lögreglumanna.
Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands samþykkti á fundi sínum í gær. 1. október, að brýnt væri að ljúka samningum við Landssamband Lögreglumanna hið allra fyrsta. Störf lögreglumanna eru afar mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og án öflugrar löggæslu fær það ekki þrifist til lengdar.
Stjórnin hvetur samingsaðila til að ljúka samningum hið allra fyrsta.
Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands, hinn 1. október 2015