Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. júní 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglurannsókn í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint kynferðisbrot í Hafnarfirði á laugardag, en tilkynning um málið barst lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Málið var strax tekið mjög alvarlega og voru viðbrögð lögreglu eftir því, en í upphafi voru málsatvik um margt óljós. Þrír voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeim var síðan sleppt að loknum yfirheyrslum.

Rannsókn málsins er áfram í fullum gangi en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Minnt er á að það er ekki venjan að embættið tjái sig um rannsóknir einstakra kynferðisbrota á frumstigi rannsóknar og tekur þessi tilkynning mið af því.