30. apríl 2013
30. apríl 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglumessa í Háteigskirkju
Lögreglumessa verður haldin í Háteigskirkju í Reykjavík á morgun, 1. maí, kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari en ræðumaður er Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar en organisti er Kári Allansson. Lögreglukórinn hvetur sérstaklega lögreglumenn, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk í lögreglunni til að fjölmenna og taka þátt í þessum hátíðlega viðburði. Að lokinni messu verður léttur hádegisverður.