Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. október 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglumenn upplýstu innbrot í bíla á Selfossi.

Brotist var inn í tvo bíla við Hrafnhóla á Selfossi síðustu helgi. Úr öðrum þeirra var stolið fartölvu, sjónvarpsflakkara og fleiri munum en engu úr hinum bílnum. Í gær fengu lögreglumenn upplýsingar um að fartölvan hefði fundist í öðru hverfi á Selfossi. Fljótlega beindist grunur að ákveðnum manni sem fannst skömmu síðar og var handtekinn. Í kjölfar þess voru tveir aðrir handteknir. Húsleitir voru framkvæmdar og báru þann árangur að allir hlutirnir sem stolið var auk þess sem smávegis af fíkniefnum fundust í einni íbúð. Tveir til viðbótar þeim þrem sem voru handteknir voru boðaðir til yfirheyrslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að einn mannanna braust inn í bílanna en hinir tengdust málinu annað hvort með því að hafa keypt hluta þýfisins eða hafa verið kunnugt um innbrotið.

Í framhaldi af þessu eru bíleigendur enn og aftur hvattir til að læsa ökutækjum sínum þegar þau eru yfirgefin og skilja ekki eftir verðmæti í þeim.